Reynsla

Margt hefur breyst í heimi upplýsingatækni þá síðustu tvo áratugi sem ég hef þjónustað fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Flutningsgeta netkerfa og Internetsins hefur margfaldast, sem og geymslupláss netþjóna og afköst alls tölvubúnaðar. Með aukinni flutningsgetu Internetsins, færist sífellt í aukana útvistun upplýsingakerfa. Bókhaldskerfi, gagnahirslur og skrifstofuhugbúnaður er nú keyrður beint af netþjónum í öðrum löndum í stað þess sem áður var, að vista slíkt staðbundnum tölvum og netþjónum.

Þörfin fyrir staðbundna netþjóna er þó í sumum tilfellum enn til staðar, en nú má segja að hagkvæmast sé fyrir flesta að vista gögn alfarið hjá í skýjaþjónustu. Ég hef fylgt skjólstæðingum mínum í gegnum þá þróun síðustu ár, og er ferlið við að færa allt sitt „úr húsi“ yfir í skýjaþjónustu og útvistun er orðin tiltölulega sársaukalaus framkvæmd.

Ég hef í mínu starfi þjónustað í heild sinni tölvu- og netkerfi fyrir sjúkrahús, heilsugæslur, útgerðir, skólastofnanir og sveitarfélög svo eitthvað sé nefnt, og á að baki mikla reynslu þegar kemur að rekstri upplýsingakerfa.

Á síðustu árum hefur tími minn helst farið í ráðgjöf, hönnun, uppsetningu og rekstur upplýsingakerfa. Með því er átt við td. úttektir á net- og tölvukerfum, val á net- og hugbúnaði, val á vélbúnaði og högun netkerfa.

Ég er vottaður Microsoft sérfræðingur með viðurkenningu frá Staðlaráði Íslands í stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 17799

Ég er sjálfstætt starfandi, en sinni einnig hlutastarfi sem kerfisstjóri framhaldsskóla.

Kristinn Ingi Pétursson, sími 650 5252
Netfang: kip@kip.is
Vefsíður: www.stafn.is og www.kip.is
Myndasíða

I have worked in the information technology field since 1998. I have designed, deployed, and maintained server, desktop, network, and storage systems. I provided all levels of support for businesses ranging from single-user through enterprises with thousands of seats. Along the way, I have achieved a number of certifications and have been a Microsoft Certified Professional for since 2004.