Reynsla

Margt hefur breyst í heimum upplýsingatækni þá síðustu tvo áratugi sem ég hef þjónustað fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Flutningsgeta netkerfa og Internetsins hefur margfaldast, sem og  geymslupláss netþjóna og afköst alls tölvubúnaðar. Með aukinni flutningsgetu Internetsins, færist sífellt í aukana útvistun upplýsingakerfa. Bókhaldskerfi, gagnahirslur og skrifstofuhugbúnaður er nú keyrður beint af netþjónum í öðrum löndum í stað þess sem áður var, að vista slíkt staðbundnum tölvum og netþjónum. Þörfin fyrir staðbundna netþjóna er þó fyllilega enn til staðar, og í mörgum tilfellum hentar fyrirtækjum og stofnunum að nota blandaðar lausnir, staðbundinn netþjónn og svo skýjaþjónustu.

Einn af lykilþáttum þess að vera með heilbrigt tölvukerfi, er að netkerfið sé samkvæmt stöðlum. Netbúnaður og lagnir eru yfirleitt fjárfestingar til lengri tíma en tölvubúnaður. Skiptir þá máli ákveðin framsýni, að notast við aðferðir og staðla sem tryggja nýtingu netbúnaðar og nettengingar, og til að styðja við rekstraröryggi. Dæmi um mistök sem eiga sér stað eða slæma siði, er þegar gamlar netlagnir eru framlengdar. Sé slíkt stundað vinnur tíminn ekki með okkur og á endanum er setið uppi með ónýtt lagnakerfi. Þegar bæta þarf við nettenglum eða færa til, er best að lögð sé ný órofin lögn frá netskáp að tengli, úr því lagnaefni sem best sinnir netbúnaði dagins í dag sem og næstu kynslóð. Séu aðrar lagnir á sömu lagnaleið orðnar úreltar, samsettar og í þessháttar ásigkomulagi, er þess virði að velta fyrir sér kostum þess að nota tækifæri og endurnýja þær í leiðinni. Núverandi hraði á staðarnetum 1Gbit/s og öll netkort dagsins í dag gerð fyrir amk. 1 Gbit/s. En 10 Gigabit staðarnet eru þegar komin, og til þess að sá hraði náist truflanalaust, verður að nota réttar aðferðir og efni við lagnavinnu. Við útboð á lagnavinnu við netlagnir, þarf að vera krafa um amk. Cat6A lagnir eða CAT7. Ekki Cat5e eða Cat6. Alltaf ætti að gera kröfu um bandbreiddarskýrslu við verklok.

Ég geri mig ekki út fyrir lagnavinnu, en ég þjónusta flestallan búnað sem notast við netlagnir og veit af fenginni reynslu hversu mikilvægt það er, að netlagnir séu sem best búnar til að þjóna tilgangi sínum.

Staðall (Nafn) Hámarks tíðni Hámarks lengd Hámarks gagnaflutningur Tengi Lýsing
Category 5e (Class D) 100MHz 100m 1Gbps RJ45 Gamlar lagnir, enn í notkun en hætt að leggja
Category 6 (Class E) 250MHz 100m (37m) 1Gbps 100m og 10Gbps 37metra RJ45 Engin ástæða til að nota > notið 6A eða 7
Category 6A (Class Ea) 500MHz 100m 10Gbps RJ45 Hentar enn í dag en ætti ekki að nota við stórar framkvæmdir.
CAT7 (Class F) 600MHz 100m 10Gbps GG45 og TERA Notað af þeim sem tjalda ekki til einnar nætur. Skynsamlegasti kosturinn þegar horft er til framtíðar td. í stórum byggingum með mikla fjárfestingu í lögnum. Alltaf skermaður.
Cat7a 1000MHz 100m 10Gbps GG45 og TERA Auka skermun, talsvert sverari en Cat7 (Class F). Notist þegar þurfa þykir
Cat8 1600-2000MHz 40Gbps Í þróun

Ég hef í mínu starfi þjónustað í heild sinni tölvu- og netkerfi fyrir sjúkrahús, heilsugæslustofnanir, útgerðir, skólastofnanir og sveitarfélög svo eitthvað sé nefnt, og á að baki mikla reynslu þegar kemur að rekstri upplýsingakerfa.

Á síðustu árum hefur tími minn helst farið í ráðgjöf, hönnun, uppsetningu og rekstur upplýsingakerfa. Með því er átt við td. úttektir á net- og tölvukerfum, val á net- og hugbúnaði, val á vélbúnaði og högun netkerfa.

Ég er vottaður Microsoft sérfræðingur með viðurkenningu frá Staðlaráði Íslands í stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 17799

Ég er sjálfstætt starfandi, en sinni einnig hlutastarfi sem kerfisstjóri framhaldsskóla.

Kristinn Ingi Pétursson, sími 650 5252
Netfang: kip@kip.is
Vefsíður: www.stafn.is og www.kip.is
Myndasíða